Skilmálar

Skilmálar vefverslunar

Velkomin á vefverslun okkar www.skartgripirogur.is.
Vinsamlegast kynnið ykkur skilmála GÞ skartgripa og úra sem er rekstraraðili www.skartgripirogur.is GÞ skartgripirogur ehf áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara.
Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.

GÞ skartgripir og úr ehf kt:440304-2490, Bankastræti 12, 101,Reykjavík
Virðisaukaskatsnúmer 82170

1. Afgreiðsla pantana/ með Íslandspósti
Afhending vöru Allar pantanir eru afgreiddar innan 1-2virkra daga. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. En ef vara er uppseld og ófáanleg innan tímamarka látum við viðkomandi vita og endurgreiðum vöruna eða finnum sambærilega vöru sem kaupandi er ánægður með. Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Frí heimsending er á pöntunum 4.000 kr og yfir nema annað komi fram í lýsingu á vöru.

2. Afgreiðsla pantana/ sóttar í verslun
Afhendingartími vöru er að jafnaði eftir klukkan 12:00 daginn eftir að pöntun á sér stað.
Hægt er að sækja vöruna fyrr ef þess er óskað en viðkomandi þarf að hringja og láta vita svo hægt sé að gera pöntunina tilbúna áður en að varan er sótt. Sími 551-4007.

3. Skila og skiptiréttur varðandi vörur keyptar í netverslun
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenar varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar,það verð sem greitt var fyrir vöruna. Ef kaupandi vill ekki skipta vörunni fyrir
aðra vöru verður gefin út inneignarnóta eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Eftirfarandi vara fellur ekki undir skilarétt :
• Vara sem hefur verið áletruð, stytt eða breytt á einhvern hátt að þörfum kaupanda.
• Sérpantanir sem gerðar eru að beðni kaupanda.
• Vörur sem keyptar eru á mikið lækkuðu verði t.d. útsölu eða rýmingarsölu.

4. Ábyrgðarskilmálar
Framvísa skal ábyrgðarskirteini eða kvittun sem fylgir vörunni þegar komið er með bilaða vöru til viðgerðar.
Bjóðum að lágmarki 2ára ábyrgð á öllum okkar vörum samkvæmt neytendalögum, gildir frá kaupdegi. Ábyrgðin tekur aðeins til verksmiðjugalla sem sannarlega koma fram í vörunni á ábyrgðartímanum. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á vöru eins t.d rispum eða öðrum óhöppum sem leiða til skemmda á vörunni.
Ábyrgjumst að rafhlöður í úrum endist að lágmarki í 6 mánuði.
Ábyrgðin veitir ekki rétt til að krefjast nýrrar vöru í stað þeirra biluðu. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

5. Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði yfir allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhendar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum nema lög kveði á um annað. Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

6. Lög og varnarþing
Lög og varnarþing Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur (ef fyrirtækið er með lögheimili í Reykjavík) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d. Garðabæ eða Kópavogi) Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.