Fallegt og klassískt sjálfvinduúr með blárri skífu frá Orient Star. Efst á úrinu sést hleðslan (e. power reserve), í fullri hleðslu gengur úrið í 50 klukkustundir í algjörri kyrrstöðu. Úrið er með rispufríu safírgleri og 100 metra vatnsvörn. Þetta er úr sem hentar bæði sem hversdags og spari. Gæðaúr sem endist.
Efni kassa: Stál
Armband: Stál
Stærð úrkassa: Um 38.6mm
Þykkt úrkassa: Um 12.4mm
Gler: Rispufrítt safírgler með glampavörn
Vatnsvörn: 10 ATM (100 metrar)
Gangverk: Sjálfvinduúrverk (F6N4), þarfnast ekki rafhlöðu (automatic), 50klst hleðsla (e. power reserve)
Annað: Gegnsætt bak sem sýnir úrverkið
Ábyrgð: 2 ár
Askja: Kemur í öskju merktri Orient Star
Orient Star er hliðarmerki frá Orient þar sem úrin eru í enn hærri gæðum en hefðbundu Orient úrin. Orient Star úrin eru á frábæru verði séu gæðin tekin með í reikninginn.