Fallegt úr með flottu riffluðu munstri á skífu og gífurlega fallegri stálkeðju. Úrið er með rispufríu safírgleri og 100 metra vatnsvörn.
Þetta úr er nostalgíu úr sem var framleitt til heiðurs 50 ára afmælisútgáfu Rodania World Star sem gefin var út árið 1974. Aftan á úrinu stendur því "50th Anniversary".
Efni úrkassa: Stál (316L)
Armband: Stál (316L)
Stærð úrkassa: 40mm
Gler: Rispufrítt safírgler með glampavörn (e. anti-reflection coated)
Vatnsvörn: 10ATM (100 metrar)
Úrverk: Svissneskt rafhlöðuúrverk
Ábyrgð: 3 ár
Askja: Úrið kemur í kassa merktum Rodania
Rodania er Svissneskt úrafyrirtæki sem var stofnað árið 1930. Öll Rodania úr eru með rispufríu safírgleri.